Skil á gögnum vegna einstaklingsstuðnings (liðveislu) - Sveitarfélagið Árborg
Starfsmenn í einstaklingsstuðningi (liðveislu) hjá Sveitarfélaginu Árborg geta skráð inn tíma og skilað inn kvittunum fyrir útlögðum kostnaði á Ísland.is.
Hægt er að vista umsókn án þess senda hana inn og eru starfsmenn hvattir til að skrá inn færslur jafn óðum og senda svo umsókn inn í lok tímabils eða fyrir 20. hvers mánaðar.
Gögn sem þarf að skila:
Heildarfjöldi vinnustunda samkvæmt samningi.
Heildar kílómetrar í akstri með þjónustunotanda, að hámarki 140 km á tímabili.
Kvittanir vegna útlagðs kostnaðar, hengja við í beiðni/umsókn.
Tímabil gagnaskila:
Tímabilið er frá 16. - 15. hvers mánaðar.
Skila þarf inn tímum og kvittunum fyrir 20. hvers mánaðar.
Athugið ef gögnum er skilað eftir 20. hvers mánaðar þá frestast greiðsla um einn mánuð.
Ef eitthvað er óljóst hafið samband við viðeigandi teymi.
Fullorðinsteymi - fullordinsteymi@arborg.is
Barnateymi - barnateymi@arborg.is
Barnavernd - barnavernd@arborg.is
Þjónustuaðili
Sveitarfélagið Árborg