Sértæk stuðningsúrræði fyrir starfsfólk Grindavíkurbæjar
Flóknar og erfiðar tilfinningar geta fylgt því að fá uppsagnarbréf. Starfsfólk Grindavíkurbæjar sem fær uppsagnarbréf stendur frammi fyrir því að þurfa að taka nýja stefnu. Til þess að geta fengið aðstoð við það þarf að vita hvert á að leita eftir henni. Það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum en starfsfólki Grindavíkurbæjar stendur til boða sértæk stuðningsúrræði vegna atvinnumissis.
Vinnumálastofnun veitir aðstoð, ráðgjöf vegna atvinnumissi og næstu skref í atvinnuleit. Hægt er að bóka viðtalstíma hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar
Í samstarfi við EMDR á Íslandi stendur þér til boðið að að taka þátt í ASSYST hópmeðferð helgina 25.-26. maí nk., radgjof@grindavik.is. Um er að ræða sálrænan stuðning í kjölfar erfiðra atburða þar sem boðið er upp á hópfundi, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Starfsmenn Grindavíkurbæjar geta óskað eftir stuðningi og ráðgjöf með því að skrá sig hér radgjof@grindavik.is.
Spurningar og svör á vef GrindavíkurbæjarNáms og starfsráðgjöf
Mímir Símenntun
MSS Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Náms- og starfsráðgjöf - Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Pantaðu ráðgjöf / Sendu fyrirspurn - Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (mss.is)
Til viðbótar við úrræði fyrir starfsfólk Grindavíkur hefur verið samþykkt að setja á fót þjónustuteymi sem á að tryggja samþættan og markvissan stuðning við íbúa Grindavíkur m.a. er varðar atvinnuleit og virkni, húsnæði, þjónustu, skóla, tómstundir og íþróttir. Þjónustuteymið verður starfrækt á vegum framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar. Nánari upplýsingar verða veittar innan tíðar.