Fara beint í efnið

Sértæk stuðningsúrræði fyrir starfsfólk Grindavíkurbæjar

Flóknar og erfiðar tilfinningar geta fylgt því að fá uppsagnarbréf. Starfsfólk Grindavíkurbæjar sem fær uppsagnarbréf stendur frammi fyrir því að þurfa að taka nýja stefnu. Til þess að geta fengið aðstoð við það þarf að vita hvert á að leita eftir henni. Það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum en starfsfólki Grindavíkurbæjar stendur til boða sértæk stuðningsúrræði vegna atvinnumissis.

Til viðbótar við úrræði fyrir starfsfólk Grindavíkur hefur verið samþykkt að setja á fót þjónustuteymi sem á að tryggja samþættan og markvissan stuðning við íbúa Grindavíkur m.a. er varðar atvinnuleit og virkni, húsnæði, þjónustu, skóla, tómstundir og íþróttir. Þjónustuteymið verður starfrækt á vegum framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar. Nánari upplýsingar verða veittar innan tíðar.