Fara beint í efnið
Fjársýslan (Innkaup)

Sala bifreiða og skráningarskyldra ökutækja

Krókur ehf. annast sölu á bifreiðum, tækjum og öðrum búnaði eftir því sem við á, fyrir stofnanir og fyrirtæki hins opinbera. 

Þegar opinber stofnun eða fyrirtæki ætlar að selja bifreið eða önnur skráningarskyld ökutæki þarf að senda beiðni á þar til gerðu eyðublaði til Króks ehf. og Ríkiskaupa.

Skilmálar og umboð

Ökutæki verða að vera skráð eign seljanda, veðbandalaus og bifreiðagjöld og þungaskattur að fullu greidd. Sama gildir um annað lausafé að það þarf að vera veðbandalaust. 

Skilmálar sem seljandi þarf að staðfesta má finna á vefsíðu Króks. 

Seljandi þarf að undirrita umboð til sölu sem veitir Króki ehf. fullt umboð til þess að undirrita fyrir hönd seljanda öll skjöl er varða eigendaskipti á ökutækinu, taka við söluandvirði  og/eða afskráningu og úreldingu. 

Afhending til söluaðila

Seljandi kemur bifreið eða tæki til Króks ehf. sem hefur uppboðsferlið. Krókur ehf. er til húsa að Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ, sími 522 4610. Starfsmenn þar taka mynd af uppboðsmun og senda Ríkiskaupum tilkynningu um að söluferlið sé hafið. 

Ef bifreiðar/tæki eru ógangfær eða vegna staðsetningar reynist erfitt að koma á uppboðsstað þarf að senda greinargóða lýsingu á ástandi bifreiðar/tækis og myndir sem sýna umræddan búnað frá öllum hliðum og að innan. Seljanda ber að uppfylla kröfur Króks ehf. hvað þetta varðar.

Á meðan á uppboði stendur eru ökutæki og annað lausafé almennt staðsett á starfsstöð Króks ehf. nema um annað sé sérstaklega samið við starfsmenn Króks ehf.

Verð og tími

Seljandi ákveður lágmarksverð í samráði við Krók ehf. Hafi lágmarksverði ekki verið náð og búið er að bjóða bifreiðina/tækið upp tvisvar þ.e. að farnar hafi verið tvær umferðir á uppboðsvefnum munu Ríkiskaup koma að ákvörðun um næstu skref.

Uppboð fara fram vikulega á þriðjudögum og er uppboðstími er u.þ.b. ein vika.

Hægt er að fylgjast með uppboðum á vefsíðu Bílauppboðsins

Gjaldskrá Króks ehf.

Varningur

Verð í kr. án vsk

Verð í kr. með vsk

Uppboð og sala ökutækja, véla og tækja seld á 150.000- kr. eða meira.

40.000

49.600

Uppboð og sala ökutækja, véla og tækja, seld á undir 150.000 kr. 

20.000

24.800

Uppboð notaðra muna 20% af söluverði.

Þó að hámarki 40.000

Þó að hámarki 49.600

Geymslugjald á sólarhring innanhúss.

1.613

2.000

Þóknun ef greitt er með debetkorti.

500

Þóknun ef greitt er með kreditkorti.

1,8%

Frágangur og uppgjör

Frágangur og uppgjör sölu er í höndum Króks sem

  • annast frágang afsals og gengur frá eigendaskiptum.

  • annast uppgjör til stofnunar.

  • sendir Ríkiskaupum yfirlit yfir allar seldar bifreiðar og tæki á tveggja mánaða fresti ásamt söluupphæðum.

Fjársýslan (Innkaup)

Hafðu samband

Sími: 545-7500

Netfang: postur@fjarsyslan.is

Afgreiðslu­tími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Heim­il­is­fang

Katrínartún 6, (Fjársýslan), 1. hæð,
105 Reykjavík

Kennitala: 540269-7509