Fara beint í efnið

Leyfi til að gerast dagforeldri

Leyfi til að gerast dagforeldri

Daggæsla barna felur í sér vistun barna hjá dagforeldri í heimahúsi frá kl. 7:00 - 19:00 á virkum dögum í atvinnuskyni.

Heimilt er að taka á leigu húsnæði undir daggæslu enda aðbúnaður ekki lakari en ef um einkaheimili væri að ræða og húsnæðið hentar vel undir daggæslu.

Umsóknarferli

  1. Umsækjandi sækir um leyfi til GEV

  2. GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og gögn fylgi umsókn

  3. GEV sendir umsagnarbeiðni til sveitarfélags og eldvarnareftirlits sveitarfélagsins

  4. Sveitarfélag skilar umsögn til GEV

  5. GEV tekur ákvörðun í málinu og upplýsir umsækjanda og sveitarfélagið um niðurstöðuna

Fylgigögn með umsókn

  • Heimild fyrir öflun sakavottorðs allra heimilismeðlima 15 ára og eldri. Prenta þarf út eyðublaðið og fylla það út

  • Læknisvottorð frá heimilislækni sem staðfestir líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda og annarra heimilismanna

  • Staðfesting setu á námskeiði fyrir dagforeldra eða vottun um menntun á sviði uppeldismála (ef ný umsókn)

    • Unnt er að veita bráðabirgðaleyfi þrátt fyrir að umsækjandi hafi ekki lokið námskeiði fyrir dagforeldra. Krafa er þó gerð um að umsækjandi hafi lokið námskeiði í skyndihjálp fyrir börn

  • Afrit af starfsleyfi heilbrigðisnefndar sveitarfélags (ef ætlunin er að vista 6 börn eða fleiri)

    • Dagforeldrar þurfa sjálfir að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar þess sveitarfélags sem daggæslan er starfrækt í

  • Samþykki leigusala (ef daggæsla er starfrækt í leiguhúsnæði)


Lög og reglur sem eiga við um rekstrarleyfið:

-Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021

-Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991

-Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005


Leyfi til að gerast dagforeldri

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100