Fara beint í efnið
Vísindasiðanefnd Forsíða
Vísindasiðanefnd Forsíða

Vísindasiðanefnd

Breyting á framkvæmd 2. mgr. 27. gr. laga nr. 44/2014, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði

18. janúar 2024

Breyting á framkvæmd 2. mgr. 27. gr. laga nr. 44/2014, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði

Hæstiréttur

Í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 44/2014 segir að vísindasiðanefnd heimili aðgang að heilbrigðisgögnum vegna vísindarannsókna sem leyfðar hafa verið af nefndinni. Í 2. mgr. segir síðan að aðgangur sé háður samþykki ábyrgðaraðila gagnanna. Vísindasiðanefnd hefur þannig ekki gefið út leyfi fyrr en samþykki svo kallaðs skráarhaldara eða ábyrgðaraðila gagna liggur fyrir. Að mati nefndarinnar, og í samráði við Persónuvernd, er rétt að breyta þeirri framkvæmd. Eftirleiðis mun nefndin ekki bíða sérstaklega eftir samþykki skráarhaldara áður en leyfi nefndarinnar er gefið út. Það athugast að aðgangur að heilbrigðisgögnum er augljóslega enn háður samþykki ábyrgðaraðila gagnanna en nefndin mun ekki óska sérstaklega eftir slíku samþykki frá ábyrgðarmönnum vísindarannsókna.

Vísindasiðanefnd

Heim­il­is­fang

Borgartún 21, 4. hæð

Hafa samband

vsn@vsn.is

+354 551 7100

kt. 680800-2510

Síma­tími

Kl: 10:00 - 14:00