Smitrakningu vegna berkla lokið
1. apríl 2025
Sóttvarnahópur HSA hefur lokið rakningu á þeim sem útsettir voru fyrir berklasmiti fyrr í vetur. Eftir mat á innsta hring við sjúkdómstilfelli var ákveðið að víkka kembiskoðun í samræmi við útgefnar ráðleggingar sóttvarnalæknis.
Tók sú rakning til fjörutíu einstaklinga og gekk hún afar vel. Að loknum rannsóknum er staðan metin svo að sóttvarnir hafi náð að hindra að smit dreifðist og rakningu því lokið.
Sóttvarnahópur HSA vill þakka öllum hlutaðeigandi ábyrgðina og samvinnuna við að landa verkefninu á farsælan hátt.