Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Minningarstund Egilsstaðakirkju

10. júlí 2023

Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær, 9.júlí verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun þriðjudaginn 11.júlí kl. 18:00. Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem létust. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi RKÍ á Austurlandi verða á staðnum til sálræns stuðnings.

Kerti

Samráðshópur almannavarna um áfallahjálp er til taks fyrir þau sem þurfa á að halda:

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)
Hægt er að senda póst á afallahjalp@hsa.is eða hringja á heilsugæslu HSA og fá samtal við hjúkrunarfræðing í síma 470 3000 á dagvinnutíma. Sjá upplýsingar um opnunartíma á www.hsa.is og á facebooksíðunni Heilbrigðisstofnun Austurlands https://www.facebook.com/www.hsa.is

Kirkjan
Prestar eru til viðtals í síma fyrir hjálp eða sálgæslu eins og óskað er eftir:


Félagsþjónustan í Múlaþingi
, sími 470 0700

Félagsþjónustan í Fjarðarbyggð, sími 470 9015 fyrir ráðgjöf og upplýsingar

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall.

https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/heilbrigdi-og-velferd/hjalparsiminn-1717-og-netspjallid/