Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Gjöf til heilsugæslunnar á Vopnafirði

29. febrúar 2024

426655740 711626944503187 8879248522474613360 n

Heilsugæslunni á Vopnafirði barst á dögunum gjöf til minningar um Öddu Tryggvadóttur, en hún var fyrsti hjúkrunarfræðingur heilsugæslunnar á Vopnafirði og lést eftir skyndileg veikindi aðeins 41 árs.

20. nóvember 2022 voru 20 ár liðin síðan Adda lést og henni til minningar ákvað fjölskylda hennar að ganga 500km og safna áheitum. Ágóðinn var síðan notaður til að kaupa fjölnota upplýsingaskjá sem er í móttöku heilsugæsunnar og stól sem er rafdrifinn og hægt að steypa með einum takka sem nýtist t.d. ef einstaklingur fær blóðþrýstingsfall en þá er fljótt hægt að bregðast við. Stólinn er hægt að hækka í vinnuhæð og stilla í þægilega stöðu fyrir skjólstæðinginn en hann er fyrst og fremst notaður til lyfjagjafa, blóðtöku/aftappana og á skiptistofu. Það er mjög mikil ánægja með upplýsingaskjáinn og stólinn sem hefur gjörbreytt vinnuaðstöðu heilsugæslunnar á Vopnafirði og munu gjafirnar því nýtast vel.

Gjöfin mun nýtast stofnuninni vel og þakkar HSA fjölskyldu Öddu fyrir framtakið og höfðinglega gjöf, ásamt öllum þeim sem styrktu söfnunina með sínu framlagi.

Á myndinni eru: Baldur læknir, Steinunn hjúkrunarfræðingur, Úlfur Aðalbjörn (barnabarn Öddu), Urður (tengdadóttir), Bjartur (sonur), Aðalbjörn (eiginmaður Öddu) og Guðjón forstjóri HSA.