Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Gjöf til Heilbrigðisstofnunar Austurlands

18. september 2023

Hjól Fanney

Endurhæfingardeild HSA barst á dögunum gjöf til minningar um Ásbjörn R. Ásbjörnsson (Rammi), f. 03.10’53 – d. 21.12´22. Um er að ræða tvö samsett hand- og fótahjól sem t.d. gott er að koma hjólastólum að en þau eru búin hjálparmótorum sem hjálpa við hreyfingu þó einstaklingar hafi lítinn styrk eða hreyfigetu. Hjólin verða staðsett á endurhæfingardeild HSA á Egilsstöðum og í Neskaupstað en þau henta mjög breiðum hópi einstaklinga og eru það vinsæl að oftast er biðröð í þau í tækjasalnum.

Rammi

Rammi var fatlaður einstaklingur og var ættaður frá Norðfirði. Hann bjó í búsetu fatlaðra á Austurlandi og síðustu árin á hjúkrunarheimili. Rammi var mikil félagsvera og elskaði að tala við fólk. Hann hlustaði mikið á tónlist af ýmsu tagi og oft tókust hendur hans á loft eins og hann væri að stjórna taktinum. Rammi hefði orðið sjötugur þann 3. október n.k. (hefði hann lifað).

Gjöfin mun nýtast stofnuninni vel og HSA þakkar af alhug þann velvilja og stuðning sem í framlaginu felst.