Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Flugslysaæfing Egilsstaðaflugvelli

18. október 2023

Heilbrigðisstofun Austurlands var þátttakandi í flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli síðast liðinn laugardag, 14. október og er það Isavia sem er skipuleggjandi æfingarinnar.

Flugslysaæfing

Starfsfólk stofnunarinnar sinnti fjölbreyttum hlutverkum eins og bráðaflokkun, sjúkraflutningi, umönnun slasaðra á söfnunarsvæði slasaðra og samhæfingu aðgerða með öðrum viðbragðsaðilum.  
Æfingin gekk mjög vel en mikilvægt er að æfa reglulega viðbragð HSA við hversskonar vá svo stofnunin sé eins vel undirbúin og kostur er. Mikinn lærdóm var hægt að taka frá æfingunni sem verður nýttur til að bæta verklag, skipulag og viðbragð stofnunarinnar.  

Flugslysaæfing 18
Flugslysaæfing 1