Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Austurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Bólusetning við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa

24. september 2024

Mynd HSA 2

Bólusetning við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa

Forgangshópar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri

  • Öll börn fædd 1.1.2020-30.6.2024 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusett er

  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum

  • Barnshafandi konur

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan

  • Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu

Tímapantanir eru í síma 470-3001 frá kl. 9:00 - 15:00.

Samtímis verður boðið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir 60 ára og eldri auk þeirra sem af læknisráði er ráðlagt að þiggja slíka bólusetningu.

Einstaklingar utan forgangshópa geta bókað tíma í inflúensubólusetningu frá og með 28. október.