Að styðja við góða líðan hjá börnum
25. september 2024
Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og Theódóra Gunnarsdóttir sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands fjalla um uppeldisaðferðir sem styðja við góða líðan hjá börnum.
Fundurinn er hluti af fræðsluröð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Sálfræðingafélags Íslands í tilefni af gulum september.
Fundarstjórar eru Pétur Maack Þorsteinsson formaður Sálfræðingafélags Íslands og Liv Anna Gunnell fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
Fundurinn er á morgun fimmtudaginn 26. september kl.12:00 á Teams
og öllum opinn, sjá hlekk HÉR!