Réttur til leiðréttingar persónuupplýsinga
Einstaklingar eiga rétt á að fá óáreiðanlegum persónuupplýsingum um sig leiðréttar tafarlaust.
Gæta þarf við vinnslu persónuupplýsinga, að þær séu áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum.
Persónuupplýsingum sem eru óáreiðanlegar eða ófullkomnar, miðað við tilgang vinnslu, skal eytt eða leiðréttar án tafar.
Einstaklingar eiga rétt á því, að teknu tilliti til tilgangs vinnslunnar, að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar, með því að leggja fram viðbótar yfirlýsingu.