Fara beint í efnið

Réttur fatlaðs fólks til almennrar þjónustu og aðstoðar

Lögum samkvæmt á fatlað fólk rétt á almennri þjónustu og aðstoð. Þau eiga að njóta sambærilegra lífskjara og jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna.

Ýmis þjónusta

Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands sér um afgreiðslu á hjálpartækjum til fatlaðs fólks og veitir ráðgjöf. Þegar keypt er hjálpartæki þarf heimild frá Sjúkratryggingum vegna greiðsluþátttöku.
Sækja um hjálpartæki hjá Sjúkratryggingum
Hjálpartæki á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Fötluð börn og fjölskyldur þeirra geta leitað eftir þjónustu stuðningsfjölskyldna. Barn getur dvalið hjá stuðningsfjölskyldu tvo til þrjá sólarhringa í mánuði.

Boðið er upp á sumardvöl fyrir fötluð börn á nokkrum stöðum á landinu, ýmist á vegum sveitarfélaga, félagasamtaka eða einstaklinga.

Í flestum sveitarfélögum er rekin ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk. Panta þarf þjónustu með fyrirvara og misjafnt er eftir sveitarfélögum hvaða reglur gilda til að mynda um fjölda ferða og hvort og hvað er greitt fyrir þjónustuna.
Sveitarfélög á landinu

Hreyfihamlað og fatlað fólk sem ferðast með flugi á vissan rétt á endurgjaldslausri aðstoð við að komast ferða sinna um flughafnir og á sérstökum aðbúnaði á flugi.
Ferðalög og samgöngur á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar 

Fötluðu fólki og öryrkjum stendur til boða félagsleg heimaþjónusta og félagsleg liðveisla á vegum stærri sveitarfélaga.
Þjónusta sveitarfélaga á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar
Sveitarfélög á landinu

Í sumum sveitarfélögum er boðið upp á íþrótta- og tómstundastarf og annars konar afþreyingu fyrir fatlað fólk.
Tómstundir, íþróttir og afþreying á vef Einhverfusamtakanna

Vert að skoða

Lög og reglugerðir