Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Réttindi varðandi persónuvernd á samfélagsmiðlum

Notendur samfélagsmiðla geta átt ýmiss konar réttindi á grundvelli persónuverndarlaga, sem geta komið að góðum notum þegar gætt er að persónuvernd og réttri meðferð persónuupplýsinga hjá miðlinum.

Einkum má benda á rétt notenda til aðgangs að persónuupplýsingum um þá sjálfa, og rétt þeirra til að láta leiðrétta eða eyða upplýsingum um sig við tilteknar aðstæður.

Ef einstaklingur er í vafa um það hverni hann getur nýtt rétt sinn samkvæmt persónuverndarlögum gagnvart samfélagsmiðli getur hann haft samband við samfélagsmiðilinn sjálfan og óskað eftir aðstoð og leiðbeiningum.

Ef einstaklingurinn er ekki sátt/sáttur við svörin sem hann fær, getur hann lagt fram formlega kvörtun til Persónuverndar.

Hér á vefsíðu Persónuvendar er fjallað ýtarlega um öll réttindi sem einstaklingar eiga samkvæmt persónuverndarlögum.

Hafa skal í huga að réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni gilda ávallt, óháð því hvort vinnsla persónuupplýsinga þeirra fer fram á samfélagsmiðlum eða annars staðar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820