Atvinnu- og hæfingartengd þjónusta felur í sér úrræði fyrir fatlað fólk sem stuðlar að aukinni hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi.
Umsóknarferli
Umsækjandi sækir um leyfi til GEV
GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og gögn fylgi umsókn
GEV sendir umsagnarbeiðni til sveitarfélags og eldvarnareftirlits sveitarfélagsins
GEV tekur ákvörðun í málinu og upplýsir umsækjanda og sveitarfélag hans um niðurstöðuna
Fylgigögn með umsókn
Heimild fyrir öflun sakavottorðs umsækjanda
Ferilskrá umsækjanda eða forsvarsmanns þjónustu
Rekstraráætlun eða síðasti ársreikningur
Afrit af starfsleyfi heilbrigðisnefndar sveitarfélags
Lög og reglur sem eiga við um rekstrarleyfið:
-Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
-Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála