Markmið með akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, sem ekki getur notað almenningsfarartæki, komist þangað sem það vill, á þeim tíma sem það velur og gegn viðráðanlegu gjaldi til þess að stunda atvinnu, nám og tómstundir.
Fatlað fólk á líka rétt á akstursþjónustu á þjónustustofnanir og vegna annarrar þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Nánar um leiðbeiningar vegna akstursþjónustu við fatlað fólk.
Umsóknarferli
Umsækjandi sækir um leyfi til GEV.
GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og gögn fylgi umsókn.
Umsagnarbeiðni er send til sveitarfélags ef tilefni er til.
GEV tekur ákvörðun í málinu og upplýsir umsækjanda og sveitarfélag hans um niðurstöðuna.
Fylgigögn með umsókn
Heimild fyrir öflun sakavottorðs. Prenta þarf út eyðublaðið og fylla það út.
Ferilskrá forsvarsmanns þjónustunnar
Rekstraráætlun eða síðasti ársreikningur
Lög og reglur sem eiga við um rekstrarleyfið:
-Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
-Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
-Lög um farþegaflutninga og farmflutninga nr. 28/2017
-Reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011
-Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála