Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuafsláttur við andlát

Upplýsingar um notkun persónuafsláttar látins einstaklings má nálgast á aðgangi viðkomandi á þjónustuvef Skattsins. Forráðamaður dánarbús getur óskað eftir aðgangi gegn framvísun umboðs frá sýslumanni.

Persónuafsláttur þeirra sem ekki eiga eftirlifandi maka reiknast til dánardags.

Nýting eftirlifandi maka

Heimilt er að nýta persónuafslátt látins maka í níu mánuði eftir andlát, talið frá og með andlátsmánuði. Falli maki frá í maí eða síðar á árinu, færist réttur til nýtingar á hluta persónuafsláttar látins maka yfir áramót.

Athugið að mögulegt er að persónuafsláttur látins einstaklings hafi verið nýttur í andlátsmánuði. Þann afslátt má ekki nýta tvisvar.

Eftirlifandi maki þarf að upplýsa sinn launagreiðanda ef nýta á persónuafslátt látins maka. Passa þarf upp á að nýting fari ekki umfram það sem heimilt er.

Sé persónuafsláttur látins maka ekki nýttur á staðgreiðsluárinu, reiknast hann í álagningu þegar skattframtali hefur verið skilað og árið er gert upp.

Þjónustuaðili

Skatt­urinn