Öryggisbrestur samkvæmt persónuverndarlögum
Öryggisbrestur felur í sér brest á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga, sem eru sendar, varðveittar eða unnar á annan hátt, eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.
Helstu tegundir öryggisbresta:
Öryggisbrestur sem felur í sér brot á trúnaði (e. Confidentiality breach) – óheimil miðlun eða miðlun fyrir mistök á persónuupplýsingum eða óheimill aðgangur að þeim.
Öryggisbrestur sem leiðir til þess að upplýsingar verða óaðgengilegar (e. Availability breach) – tap á aðgengi að persónuupplýsingum eða eyðilegging þeirra fyrir mistök eða án heimildar.
Öryggisbrestur sem felur í sér breytingu á persónuupplýsingum (e. Integrity breach) – breyting á persónuupplýsingum fyrir mistök eða án heimildar.