Fara beint í efnið

Örugg skil á skjölum í Réttindagátt

Með því að velja undir þjónusta SÍ „Senda skjöl til SÍ – Rafræn skil á skrá“ opnast myndin hér
að neðan þar sem hægt er að senda skjöl til Sjúkratrygginga á mismunandi formum, þ.e. pdf, word, excel, jpg og gif.

Sjúkratryggingar gerir ekki kröfu um undirskrift einstaklings á skjöl sem hann sendir í gegnum Réttindagátt sína og tengjast honum eingöngu.

Skil á gögnum í Réttindagátt

Leiðbeiningar:
Velja þarf „Tegund skila“ með því að smella við valgluggann og velja þann málaflokk sem
skjalið tengist.
Hægt er að skrá skýringu sem fylgir skjalinu til Sjúkratryggingar.

Skjalið sem á að senda er valið og það dregið yfir gluggann „Skrá til að senda“. Einnig er hægt
að ýta á „Finna skrá“ , þá opnast gluggi þar sem hægt er að finna skjalið/skjölin sem á að
senda. Hægt er að velja mörg skjöl í einu. Ef rangt skjal hefur verið valið þá er hægt að
„eyða“ því áður en sent er með því að smella á rautt X undir „Aðgerðir“.

Þegar búið er að velja skjölin sem á að senda skal notandi staðfesta að upplýsingar séu réttar
með því að haka við reitinn „Ég (nafn, kt.) staðfesti hér með að upplýsingar í innsendum
gögnum eru réttar.

Til að ganga frá sendingunni skal ýta á hnappinn Senda. Staðfesting á móttöku
skjalanna birtist og skjölin birtast undir „Innsendar skrár“.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar