Mat á færni þinni - WHODAS
Mat á færni er samræmt matstæki til að meta þörf eldra fólks fyrir heimaþjónustu. Mat á færni er sjálfsmat einstaklinga eða aðstandenda þeirra.
Matstækið er hluti af breyttri nálgun í þjónustu við eldra fólk á Íslandi, Gott að eldast.
Í þessum spurningalista er spurt um færni þína við athafnir daglegs lífs og vandkvæði sem mögulega má rekja til heilsufarsvanda þíns. Til heilsufarsvanda teljast sjúkdómar, veikindi, skammvinnt eða langvarandi heilsuleysi, skaðar, andleg og tilfinningaleg vandamál og vandamál sem tengjast áfengis- eða vímuefnanotkun
Fyrirfram er valið „ekki erfitt“, sem merkir að færni þín er óskert. Ef svör vantar hefur það áhrif á niðurstöðuna.
Þegar þú svarar spurningunum skaltu hugsa um síðustu 30 daga og hversu erfitt þú áttir með eftirfarandi athafnir.
Merktu við einn valkost fyrir hverja spurningu.
Skref 1 af 6
Skilningur og tjáskipti
Síðastliðna 30 daga - hversu erfitt áttir þú með að:
Einbeita þér að ákveðnu viðfangsefni í 10 mínútur?
Muna eftir að gera mikilvæga hluti, til dæmis að taka lyf á réttum tíma?
Átta þig á og finna lausnir við vandamálum sem tengjast daglegu lífi?
Tileinka þér eitthvað nýtt, t.d. að finna út hvernig þú kemst á stað sem þú hefur ekki verið á áður?
Skilja almennt það sem fólk segir?
Hefja og halda uppi samræðum?
Þjónustuaðili
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið