Fara beint í efnið

Mannréttindi

Mannréttindi eru tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð kyni, trú, skoðunum, þjóðerni, kynþætti, litarhætti, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti.

Mannréttindi

Mannréttindahugtakið byggir á tveimur megingildum; mannlegri reisn og jafnrétti. Það er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mikilvæg réttindi borgara eins og jafnrétti, tjáningarfrelsi, réttur til friðhelgi einkalífs, eignarréttur og réttur til félagslegrar aðstoðar eru tryggð í stjórnarskrá Íslands og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur fullgilt.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Mannréttindi á vef dómsmálaráðuneytis 

Almenningur á rétt á aðgangi að upplýsingum í fórum stjórnvalda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stjórnvöldum ber að svara beiðni um gögn eins fljótt og hægt er. Kæra má synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál 

Strangar reglur gilda um meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum. Persónuvernd hefur eftirlit með framkvæmd laganna.
Persónuvernd 

Það er réttur hvers manns, á grundvelli stjórnarskrár, að taka þátt í störfum stjórnmálaflokka og -hreyfinga og annarra frjálsra félagasamtaka og hagsmunasamtaka sem fást við málaflokka sem eru honum hjartfólgnir og mikilvægir.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir