Fara beint í efnið

Löggilding slökkviliðsmanna

Þú getur sótt um löggildingu sem slökkviliðsmaður hjá HMS.

Löggilding er viðurkenning á menntun og starfsreynslu slökkviliðsmanna.

Skilyrði

  • Þú verður að hafa lokið grunnnámi fyrir slökkviliðsmenn í Brunamálaskólanum eða sambærilegu námi sem fagráð skólans samþykkir.

  • Þú verður að hafa starfað í slökkviliði í eitt ár að aðalstarfi eða í fjögur ár í hlutastarfi.

Sækja um

Sótt er um löggildingu slökkviliðsmanna í gegnum Mínar síður á vef HMS.

Löggilding slökkviliðsmanna

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Eyðublað þar sem slökkviliðsstjóri staðfestir starfstíma þinn hjá slökkviliðinu.

  • Staðfesting á sambærilegri menntun ef þú laukst ekki grunnnámi í Brunamálaskólanum.

Umsókn um löggildingu samþykkt

  1. Þú færð tölvupóst þegar umsókn hefur verið móttekin.

  2. Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum hjá HMS.

  3. Þegar umsókn hefur verið samþykkt færðu greiðsluseðil í heimabankann.

  4. Þegar þú hefur greitt í heimabanka útbýr HMS skjal með löggildingu.

  5. Þú færð skjalið afhent í bréfpósti.

  6. Ekki er þörf á að endurnýja löggildinguna.

Gjald

Gjald fyrir löggildingu er 12.000 krónur