Með tilsjónarmanni er átt við einstakling sem fenginn er á vegum barnaverndarþjónustu fyrst og fremst til að aðstoða foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag og þörfum barns skv. d-lið 24. gr. barnaverndarlaga.
Umsóknarferli
Umsækjandi sækir um leyfi til GEV og skilar fylgigögnum
GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og gögn fylgi umsókn
Umsagnarbeiðni er send til barnaverndarþjónustu í heimilisumdæmi umsækjanda
GEV tekur ákvörðun í málinu og upplýsir umsækjanda og barnaverndarþjónustuna um niðurstöðuna
Fylgigögn með umsókn
Heimild fyrir öflun sakavottorðs allra heimilismeðlima 15 ára og eldri. Prenta þarf út eyðublaðið og fylla það út
Læknisvottorð frá heimilislækni sem staðfestir líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda
Ferilskrá umsækjanda
Lög og reglur sem eiga við um rekstrarleyfið:
-Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
-Barnaverndarlög nr. 80/2002
-Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004
Þjónustuaðili
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála