Fara beint í efnið

Leyfi til að gerast persónulegur ráðgjafi fyrir barn

Umsókn um persónulegan ráðgjafa fyrir barn

Með persónulegum ráðgjafa er átt við einstakling sem fenginn er á vegum barnaverndarnefndar fyrst og fremst til að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu skv. d-lið 24. gr. barnaverndarlaga.

Samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd.

Umsóknarferli

  1. Umsækjandi sækir um leyfi til GEV og skilar fylgigögnum

  2. GEV kannar hvort nauðsynlegar upplýsingar og gögn fylgi umsókn

  3. Umsagnarbeiðni er send til barnaverndarþjónustu í heimilisumdæmi umsækjanda

  4. GEV tekur ákvörðun um útgáfu leyfis og upplýsir umsækjanda

Fylgigögn með umsókn

  • Samþykki fyrir öflun sakavottorðs allra heimilismeðlima 15 ára og eldri. Prenta þarf út eyðublaðið og fylla það út

  • Læknisvottorð frá heimilislækni sem staðfestir líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda

  • Ferilskrá umsækjanda

Umsókn um persónulegan ráðgjafa fyrir barn

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100