Framkvæmdir sem nær eru veiðivatni en 100m, sem áhrif geta haft á lífríki vatnsins eða aðstöðu til veiði, eru háðar leyfi Fiskistofu.
Dæmi um framkvæmdir sem geta verið háðar leyfi Fiskistofu:
bakkavörn
efnistaka
fiskvegagerð (laxastigar)
vegagerð (brýr, ræsi)
veiðistaðagerð
virkjun
Leyfi Fiskistofu skal aflað áður en ráðist er í framkvæmd.
Fylgigögn umsóknar:
Umsögn sérfræðings vegna hugsanlegra áhrifa framkvæmdarinnar á lífríki þess.
Mat á því hvort framkvæmd samræmist lögum um stjórn vatnamála.
Umsögn viðkomandi veiðifélags/veiðiréttareiganda vegna hugsanlegra áhrifa á aðstöðu til veiði.
Upplýsingar um staðsetningu við veiðivatn (kort, hnit).
Við afgreiðslu umsókna metur Fiskistofa hvort framkvæmdir séu líklegar til að valda tjóni á lífríki fiskstofna í ferskvatni eða aðstöðu til veiði. Fiskistofa getur farið fram á að framkvæmdaraðili láti gera líffræðilega úttekt á veiðivatni áður afstaða er tekin til leyfisveitingar.
Hafa þarf í huga:
Uppfylla þarf lagaskilyrði gagnvart viðkomandi landeigendum áður er framkvæmd hefst.
Framkvæmdir við veiðivötn kunna að vera háðar framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitafélags.
Framkvæmdir innan friðlýstra svæða eru háðar leyfi Umhverfisstofnunar.
Gild leyfi:
Leyfi í gildi má sjá á Hafsjánni
Þjónustuaðili
Fiskistofa