Lyfjastofnun er heimilt að veita dýralæknum leyfi til að selja lyf sem ætlunin er að nota handa dýrum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Skilyrðin eru:
að hafa gilt starfsleyfi dýralæknis hér á landi.
að hafa tilkynnt Matvælastofnun að viðkomandi hafi hafið dýralæknastörf og um aðsetur starfseminnar.
Leyfi dýralæknis til að selja lyf sem ætlunin er að nota handa dýrum takmarkast við sölu og afhendingu eftirtalinna lyfja vegna dýra sem viðkomandi dýralæknir hefur til meðferðar:
Lausasölulyf fyrir dýr.
Lyfja sem ávísað er af dýralækni, sbr. reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum.
Hverjir geta sótt um
Dýralæknar sem hafa gilt starfsleyfi á Íslandi.
Afhending
Leyfið er sent umsækjanda rafrænt.
Kostnaður
Kostnaður er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun