Í gær kvað Hæstiréttur upp dóm í máli A gegn Mosfellsbæ þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að greiða miskabætur vegna meðferðar og afgreiðslu á umsókn hans 4. október 2018 um notendastýrða persónulega aðstoð á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.