Krafa um endurgreiðslu úr Ferðatryggingasjóði
Ferðamenn sem eiga greidda ferð með ferðaskrifstofu sem fer í gjaldþrot geta lagt fram kröfu í Ferðatryggingasjóð.
Ferðamenn geta gert kröfu í Ferðatryggingasjóð vegna pakkaferða eða samtengdrar ferðatilhögunar, sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning ef;
Ferðaskrifstofan er ógjaldfær og eða gjaldþrota.
Ferðaskrifstofuleyfi hefur verið fellt niður af hálfu Ferðamálastofu.
Endurgreiðsla sjóðsins nær eingöngu yfir þær greiðslur sem ferðamaður hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Fylgigögn
Mikilvægt er að senda inn greiðslukvittanir og viðeigandi ferðagögn með kröfunni.
Ekki endurgreitt
Vextir
Kostnaður
Afgreiðslutími
Afgreiðslutími á innsendum kröfum er að jafnaði þrír mánuðir eftir að kröfulýsingafrestur er liðinn en getur tekið lengri tíma eftir umfangi og fjölda krafna.
Sjá nánar
Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun
Ferðaskrifstofur - gild leyfi hjá Ferðamálastofu
Þjónustuaðili
Ferðamálastofa