Íslendingur búsettur erlendis tekinn á kjörskrá
Íslenskur ríkisborgari sem hefur átt lögheimili á Íslandi, á kosningarétt í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu.
Eftir þann tíma þarf hann að sækja um að vera settur aftur á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands.
Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember árinu áður en kosningar eiga að fara fram.

Þjónustuaðili
Þjóðskrá