Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

IPS – Einstaklingsmiðaður stuðningur við atvinnuleit (18-29 ára)

IPS (Individual Placement and Support) er öflugt úrræði sem styður atvinnuleitendur á aldrinum 18 til 29 ára við að finna starf sem passar við áhugasvið þeirra og styrkleika. Úrræðið er sérsniðið að þörfum hvers einstaklings og byggir á bandarískri hugmyndafræði um að starfsþátttaka sé lykilatriði að virkni og bættri líðan.

Í IPS getur þú fengið:

  • Persónulega ráðgjöf: IPS ráðgjafi vinnur náið með þér að finna starf út frá áhugasviði þínu og styrkleikum.

  • Beintengingu við vinnumarkaðinn: IPS ráðgjafi vinnur í samstarfi við atvinnurekendur til að skapa atvinnutækifæri.

  • Aðstoð og eftirfylgd: Við bjóðum upp á áframhaldandi aðstoð og ráðgjöf eftir að þú hefur hafið störf á nýjum vinnustað.

Ef þú ert á aldrinum 18 til 29 ára og vilt taka næsta skref í atvinnuleit gæti IPS verið rétta úrræðið fyrir þig.

Sækja um

Nánari upplýsingar veita ráðgjafar í gegnum netfangið ips@vmst.is

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun