Innflutningur eftirlitsskyldra efna er háður innflutningsleyfi útgefnu af Lyfjastofnun, sbr. III. kafla reglugerðar nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni með síðari breytingum. Lyfjastofnun gefur út innflutningsleyfi og þau gilda út almanaksárið, nema fyrir ephedrine og pseudoephedrine, en sækja þarf um leyfi í hvert skipti sem lyfið er flutt inn. Sótt er um leyfi einu sinni á ári og renna öll leyfi út í lok árs óháð því hvenær sótt er um leyfin.
Um hver áramót þurfa innflytjendur senda upplýsingar til Lyfjastofnunar um hversu mikið hefur verið flutt inn árið á undan. Jafnframt þarf innflytjandi að gefa Lyfjastofnun upplýsingar um sölu á eftirlitsskyldum efnum óski Lyfjastofnun eftir þeim upplýsingum.
Hverjir geta sótt um?
Innflytjendur eftirlitsskyldra efna.
Afhending
Leyfið er sent umsækjanda í pósti.
Kostnaður
Kostnaður er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun