Hvenær þarf að gera mat á áhrifum á persónuvernd?
Ábyrgðaraðili þarf að láta fara fram MÁP þegar líklegt er að vinnsla geti haft í för með sér mikla áhættu fyrir réttindi og frelsi einstaklinga.
Þetta á einkum við þegar notast er við nýja tækni og/eða ef vinnsla er sérstaklega umfangsmikil.
Þegar ákveðið er hvort framkvæma skuli MÁP skal einnig líta til eðlis, umfangs, samhengis og tilgangs vinnslunnar.
Persónuvernd hefur gefið út skrá yfir tegundir vinnslu þar sem skylt er að framkvæma MÁP áður en vinnslan hefst. Hún er aðgengileg hér.
Þegar vinnslu er ekki að finna í skránni er það á ábyrgð ábyrgðaraðila að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort vinnslan krefjist þess að framkvæmt sé mat á áhrifum á persónuvernd.