Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hvað er persónuverndarfulltrúi?

Samkvæmt persónuverndarlögum er sumum stofnunum og fyrirtækjum skylt að tilnefna svokallaðan persónuverndarfulltrúa.

Honum er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna persónuverndarlöggjafarinnar, veita ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd.

Þá er persónuverndarfulltrúa ætlað að vera tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd.

Persónuverndarfulltrúinn þarf að vera sjálfstæður, sérfræðingur í persónuverndarlöggjöfinni, hafa fullnægjandi aðstöðu og mannafla og hafa beinan aðgang að æðstu yfirstjórn. Persónuverndarfulltrúi getur annaðhvort verið starfsmaður eða utanaðkomandi sérfræðingur.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820