Fara beint í efnið

Málefni fatlaðs fólks

Húsnæði, vistun og búseta fyrir fatlað fólk

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fyrir hreyfihamlaða verða aðgengismál að vera í lagi og sumir þurfa að njóta þjónustu og aðstoðar inni á heimilum allan sólarhringinn.

Húsnæði, vistun og búseta

Fatlað fólk og öryrkjar búa eins og aðrir, ýmist í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Önnur búsetuform geta verið dvalarheimili, skammtímavistun, áfangaheimili, íbúðaheimili eða sambýli, íbúðakjarnar og félagslegt leiguhúsnæði.
Um málefni fatlaðs fólks á vef félagsmálaráðuneytis
Sjálfstætt líf á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Sótt er um skammtímavistun fyrir fötluð börn og fullorðna og varanlegt húsnæði hjá  sveitarfélögum.

Þeir sem hafa með búsetu- og húsnæðismál fatlaðs fólks og öryrkja að gera eru sveitarfélögin, félagsþjónusta á þeirra vegum og Öryrkjabandalag Íslands. Á vefjum þeirra má finna ítarlegar upplýsingar.
Húsnæðismál á vef Öryrkjabandalags Íslands
Þjónusta sveitarfélaga á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar

Vert að skoða

Lög og reglugerðir