Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hljóðupptökur og persónuvernd

Ef hægt er að persónugreina þá einstaklinga sem eru á hljóðupptöku, til dæmis ef þeir segja til nafns eða hægt er að ráða útfrá efni upptökunnar um hverja ræðir, felur upptakan í sér vinnslu persónuupplýsinga.

Þegar hljóðupptaka er viðvarandi eða endurtekin reglulega og felur í sér einhvers konar eftirlit með einstaklingum telst hún vera rafræn vöktun og þá þarf að fara eftir persónuverndarlögum.

Rafræn vöktun með leynd er óheimil nema hún styðjist við lagaheimild eða úrskurð dómara.

Almennt mega einstaklingar ekki taka upp samtöl eða samræður annarra einstaklinga

  • Þeir einstaklingar sem heyrast á upptökunni þurfa að veita samþykki sitt.

  • Fræða þarf þá sem eru vaktaðir og setja upp merki á áberandi hátt.

  • Þarf að vera sérstök málefnaleg þörf fyrir vöktun.

Hljóðritun símtala

  • Tilkynna þarf viðmælanda um hljóðritun á símtali í upphafi þess.

  • Ekki þarf að tilkynna um hljóðritun þegar viðmælanda er án vafa er kunnugt um hljóðritun.

  • Stjórnvöld þurfa ekki að tilkynna um hljóðritun þegar hún er eðlilegur þáttur í starfsemi þess og nauðsynleg vegna þjóðar- og almannaöryggis.

  • Þegar viðmælanda er tilkynnt um hljóðupptöku þarf sá sem ætlar að taka upp símtalið að huga að fræðsluskyldu persónuverndarlöggjafar. Því gæti orðalag eins og að símtal kunni að vera hljóðritað ekki samrýmst persónuverndarlögum um sanngirni og gagnsæi.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820