Heimild til að kaupa sprengiefni
Á þessari síðu
Skilyrði
Ábyrgðarmaður
Skrá þarf ábyrgðarmann sem tryggir að flutningur og geymsla sprengiefnis, sem og birgðaskráning í fyrirtækinu, sé í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Láti ábyrgðarmaður af störfum eða geti hann ekki sinnt starfi sínu lengur, skal þegar í stað tilnefna annan ábyrgðarmann. Að öðrum kosti telst leyfið fallið úr gildi.
Geymsla
Sá sem hefur leyfi til kaupa á sprengiefni skal hafa yfir að ráða fullnægjandi geymslu. Í umsókninni þarf að tilgreina áætlað magn sem á er að geyma.
Það má ekki koma fyrir færanlegri sprengiefnageymslu án leyfis lögreglustjóra í umdæminu. Lögreglustjóri tilkynnir svo til hlutaðeigandi slökkviliðsstjóra og Vinnueftirlits.
Þjónustuaðili
Lögreglan