Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Rafmagns- og tölvuverkfræði

Kjörsvið: Læknisfræðileg verkfræði

Umsókn um háskólanám

BS - 180 einingar

ISCED flokkur: 0714

Snjallsímar, flugvélar, myndgreiningatæki og tölvuleikir eru örfá dæmi um hluti úr daglega lífinu sem byggja á rafmagns- og tölvuverkfræði.

Nám í rafmagns- og tölvuverkfræði veitir nemendum góða undirstöðuþekkingu á hönnun vélbúnaðar og hugbúnaðar og gerir nemendum kleift að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú gaman af því hanna tæki og vinna að nýsköpun?

  • Vilt þú vera í fararbroddi í fjórðu iðnbyltingunni?

  • Vilt þú þróa tækni sem gerir okkur betur kleift að kanna fjarlæga hluti eða hanna tæki til að greina sjúkdóma?

  • Langar þig að skilja hvaða hlutverk vélbúnaður og hugbúnaður hefur í okkar daglega lífi?

  • Viltu vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins í rafmagns-og tölvuverkfræði?

  • Langar þig að eiga möguleika á krefjandi framtíðarstarfi?

Um hvað snýst námið?

Í náminu færðu góða undirstöðu á helstu sviðum rafmagns-og tölvuverkfræði svo sem:

  • Stærðfræði

  • Eðlisfræði

  • Greiningu og hönnun rafrása og raforkukerfa

  • Þekkingu á merkjavinnslu

  • Mælitækni

  • Stýritækni

  • Fjarskiptatækni

Þú getur valið á milli þriggja kjörsviða

  • Rafmagnsverkfræði

  • Tölvuverkfræði

  • Læknisfræðileg verkfræði

Allir nemendur taka sömu kjarnanámskeið en námskeiðaúrval greinist á milli kjörsviða.

Meðal viðfangsefna

Rafmagnsverkfræði

  • Hönnun og greining raforkukerfa

  • Þróun skynjara, mælitækni og stýringa

Tölvuverkfræði

  • Tölvubúnaður sem settur er í einstök tæki

  • Hönnun tölva og kerfa

Læknisfræðileg verkfræði

  • Hönnun tækja til greininga og eftirlits sjúklinga

  • Myndgreining og merkjafræði

  • Hönnun og þróun skynjara og aðgerðaþjarka

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Grunnnám, BS

Hefst: Haustönn 2024

Námstími: 3 ár

Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024

Námsform: Staðnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið