Sálfræði
Umsókn um háskólanám
Aukagrein - 60 einingar
ISCED flokkur: 0313
Eins árs fræðilegt grunnnám við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Námið er 60 einingar og telst aukagrein til BS-prófs.
Til að hefja nám við Sálfræðideild skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi af bóknámsbraut eða sambærilegu erlendu prófi. Lokapróf frá háskólabrú Keilis, háskólagrunni Háskólans í Reykjavík eða háskólagátt Háskólans á Bifröst (enda hafi viðkomandi lokið námskeiðunum ensku III, íslensku IV og stærðfræði V) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BS-nám í deildinni.
Æskilegur undirbúningur er þriðja hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði.
Sálfræði aukagrein með sérstökum aðgangsskilyrðumStúdentar í HÍ sem hafa lokið 120 einingum í HÍ geta sótt um aðgang að einstökum námskeiðum á 2. - 6. misseri í BS-námi. Þannig getur stúdent sem lýkur 1. misserisnámskeiðum við Sálfræðideild HÍ en nær ekki tilskilinni meðaleinkunn til að hefja nám á 2. misseri gert hlé á námi í sálfræði, hafið nám í annarri deild HÍ og síðan fengið aðgang að námskeiðum til að ljúka sálfræði sem aukagrein þegar samtals 120 einingum við HÍ er lokið.
Sálfræði aukagrein með tölvunarfræði sem aðalgrein
Nemendur sem vilja ljúka tölvunarfræði sem aðalgrein (120e) og sálfræði sem aukagrein (60e) mega ljúka STÆ203G (Líkindareikningi og tölfræði) í stað SÁL102G (Tölfræði I). Þeir fá ekki bæði námskeiðin metin til aukagreinar í sálfræði en auka val sitt innan aukagreinarinnar.
Reglan um jafngildingu námskeiðanna gildir ekki ef nemandi ætlar síðar í sálfræði sem aðalgrein.
Námsstig: Grunnnám, Aukagrein
Hefst: Haustönn 2024
Námstími: 1 ár
Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024
Námsform: Staðnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
