Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Íslenska sem annað mál, hagnýtt nám

Umsókn um háskólanám

Grunndiplóma - 60 einingar

ISCED flokkur: 0231

Eins árs nám fyrir nemendur með litla kunnáttu í íslensku.

Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni til þess að geta tjáð sig við allar almennar aðstæður daglegs lífs og lesið einfalda texta.

Er námið fyrir þig?

  • Vilt þú læra að tala og lesa einfalda íslensku?

  • Langar þig að geta bjargað þér á íslensku í daglegu lífi?

  • Vilt þú auka möguleika þína á virkri þátttöku í íslensku samfélagi?

Um hvað snýst námið?

Stutt en hagnýtt diplómanám í íslensku sem annað mál er sérstaklega fyrir þau sem hafa lítinn grunn í íslensku en langar að geta bjargað sér á tungumálinu í daglegu lífi. Lögð er áhersla á tal, tjáningu og hlustun.

Námið eykur möguleika fólks af erlendum uppruna á virkri þátttöku í íslensku samfélagi og atvinnulífi, einnig veitir það nemendum grunn til að takast á við frekara nám í íslensku sem öðru máli.

Námsleiðin er eingöngu ætluð nemendum sem hafa sótt sérstaklega um nám í íslensku sem öðru máli, sem og skiptinemum.

Einnig er boðið upp á íslensku sem annað mál til BS prófs sem er í senn hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands.

Uppsetning náms

Námið er 60 einingar og er sett upp sem fullt nám í eitt ár.

Námið samanstendur af átta skyldunámskeiðum, fjórum á hvorri önn.

Meðal viðfangsefna

  • Munnleg færni

  • Samskipti

  • Ritunarfærni

  • Hlustunar- og lesskilningur

Markmið

Miðað er að því að nemendur:

  • geti tjáð sig við allar almennar aðstæður daglegs lífs, skilið umræðu um hversdagslega hluti og lesið og skilið einfalda texta

  • tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og námsaðferðir til að geta haldið íslenskunámi sínu áfram.

Kennslutilhögun

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Heimaverkefni eru mikilvægur þáttur kennslunnar í flestum námskeiðum.

Námsmat er í formi verkefna, þátttöku í tímum, skriflegum og munnlegum prófum.

Annað

Nemendur skulu hafa náð A1.1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum áður en námið hefst. Sjá til dæmis:

Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að hafa náð þessu getustigi í íslensku. Ekki verður krafist skírteinis til að sýna fram á að A1.1 hafi verið náð, né verður kunnáttan prófuð.

Kennsla hefst 21. ágúst. Nemendur verða að mæta til náms fyrir 4. september.

Frekari upplýsingar

Boðið er upp á að taka stök námskeið: Hagnýtt námskeið fyrir byrjendur í íslensku, Icelandic – the basics, og námskeiðið Icelandic Culture. Ítarlegri umfjöllun, inntökuskilyrði og umsóknir er að finna hér.

Þessi námsleið er einkum ætluð almennum nemendum og skiptinemum sem vilja öðlast grundvallarfærni í íslensku, m.a. í þeim tilgangi að taka þátt í íslensku samfélagi.

Ekki er hægt að fá einstök námskeið úr þessari námsleið metin inn í BA-nám í íslensku sem annað mál né sem aukagrein til BA-prófs í annarri námsleið innan háskólans.

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Grunnnám, Grunndiplóma

Hefst: Haustönn 2024

Námstími: 1 ár

Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024

Námsform: Staðnám eða Fjarnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið