Íslenska sem annað mál, hagnýtt nám
Umsókn um háskólanám
Grunndiplóma - 60 einingar
ISCED flokkur: 0231
Eins árs nám fyrir nemendur með litla kunnáttu í íslensku.
Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni til þess að geta tjáð sig við allar almennar aðstæður daglegs lífs og lesið einfalda texta.
Er námið fyrir þig?
Vilt þú læra að tala og lesa einfalda íslensku?
Langar þig að geta bjargað þér á íslensku í daglegu lífi?
Vilt þú auka möguleika þína á virkri þátttöku í íslensku samfélagi?
Um hvað snýst námið?
Stutt en hagnýtt diplómanám í íslensku sem annað mál er sérstaklega fyrir þau sem hafa lítinn grunn í íslensku en langar að geta bjargað sér á tungumálinu í daglegu lífi. Lögð er áhersla á tal, tjáningu og hlustun.
Námið eykur möguleika fólks af erlendum uppruna á virkri þátttöku í íslensku samfélagi og atvinnulífi, einnig veitir það nemendum grunn til að takast á við frekara nám í íslensku sem öðru máli.
Námsleiðin er eingöngu ætluð nemendum sem hafa sótt sérstaklega um nám í íslensku sem öðru máli, sem og skiptinemum.
Einnig er boðið upp á íslensku sem annað mál til BS prófs sem er í senn hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands.
Uppsetning náms
Námið er 60 einingar og er sett upp sem fullt nám í eitt ár.
Námið samanstendur af átta skyldunámskeiðum, fjórum á hvorri önn.
Meðal viðfangsefna
Munnleg færni
Samskipti
Ritunarfærni
Hlustunar- og lesskilningur
Markmið
Miðað er að því að nemendur:
geti tjáð sig við allar almennar aðstæður daglegs lífs, skilið umræðu um hversdagslega hluti og lesið og skilið einfalda texta
tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og námsaðferðir til að geta haldið íslenskunámi sínu áfram.
Kennslutilhögun
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Heimaverkefni eru mikilvægur þáttur kennslunnar í flestum námskeiðum.
Námsmat er í formi verkefna, þátttöku í tímum, skriflegum og munnlegum prófum.
Annað
Nemendur skulu hafa náð A1.1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum áður en námið hefst. Sjá til dæmis:
Kaflar 1 til 6 í Íslenska fyrir alla 1
Bálkar 1 og 2 í Icelandic Online
Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að hafa náð þessu getustigi í íslensku. Ekki verður krafist skírteinis til að sýna fram á að A1.1 hafi verið náð, né verður kunnáttan prófuð.
Kennsla hefst 21. ágúst. Nemendur verða að mæta til náms fyrir 4. september.
Frekari upplýsingar
Boðið er upp á að taka stök námskeið: Hagnýtt námskeið fyrir byrjendur í íslensku, Icelandic – the basics, og námskeiðið Icelandic Culture. Ítarlegri umfjöllun, inntökuskilyrði og umsóknir er að finna hér.
Þessi námsleið er einkum ætluð almennum nemendum og skiptinemum sem vilja öðlast grundvallarfærni í íslensku, m.a. í þeim tilgangi að taka þátt í íslensku samfélagi.
Ekki er hægt að fá einstök námskeið úr þessari námsleið metin inn í BA-nám í íslensku sem annað mál né sem aukagrein til BA-prófs í annarri námsleið innan háskólans.
Námsstig: Grunnnám, Grunndiplóma
Hefst: Haustönn 2024
Námstími: 1 ár
Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024
Námsform: Staðnám eða Fjarnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
