Kennsla stærðfræði
Kjörsvið: Fimm ára kennaranám
Umsókn um háskólanám
MT - 120 einingar
ISCED flokkur: 0114
Námið býr nemendur undir kennslu stærðfræði í grunnskóla. Námið er opið þeim sem hafa lokið B.Ed.-prófi í grunnskólakennslu með áherslu á stærðfræði, eða BA/BS-prófi í skyldum greinum. Grunnskólakennarar með leyfisbréf geti sótt námið óháð sérhæfingu í fyrra námi.
Nemendur ljúka MT gráðu án þess að skrifa 30 eininga lokaverkefni.
Er námið fyrir þig?
Viltu kenna stærðfræði og tengdar greinar?
Viltu taka þátt í að efla áhuga barna og ungmenna á stærðfræði?
Viltu stuðla að góðri undirstöðumenntun nemenda í stærðfræði?
Hefur þú áhuga á fræðilegu námi sem er fléttað saman við starfstengt vettvangsnám?
Langar að stunda þverfaglegt nám með sterkri tengingu við skólastarf?
Um hvað snýst námið?
Í MT námi í kennslu stærðfræði býðst nemum að afla sér sérhæfðrar þekkingar á sviði stærðfræðimenntunar. Vettvangsnám er fléttað inn í fræðileg námskeið og þannig fá nemar traustan undirbúning fyrir starf í grunnskóla.
Megintilgangur námsins er að veita þeim sem vilja starfa við kennslu og miðlun stærðfræði trausta sérþekkingu á stærðfræði og kennslufræði stærðfræðinnar.
Uppbygging náms
Námið er 120 einingar og er sett upp sem fullt nám til tveggja ára en einnig er hægt að stunda hlutanám til allt að fjögurra ára.
Kjörsvið
Nemendur velja eitt af eftirfarandi kjörsviðum miðað við fyrra nám:
Fimm ára kennaranám, fyrir nemendur með B.Ed. próf
Kennslufræði grunnskóla að loknu BA/BS-prófi
Stærðfræði fyrir kennara með leyfisbréf
Mikilvægt er að velja kjörsvið eftir bakgrunni nemanda.
Helstu áherslur
Kennsla stærðfræðilegra viðfangsefna, svo sem talnareiknings, líkindareiknings og tölfræði, rúmfræði og algebru í grunnskólum
Reiknihugsun og líkanagerð
Notkun stærðfræðiforrita og upplýsingatækni við miðlun og nám í stærðfræði
Virkar kennsluaðferðir og vaxtarhugarfar sem stuðla að skilningi á stærðfræði
Nám sem samræða í stærðfræði
Algengur misskilningur og forhugmyndir nemenda í stærðfræði
Rannsóknaraðferðir
Kennsla á vettvangi
Tenging við skólastarf
Markmið
Sérhæfing námsleiðarinnar á að búa nema undir kennslu í stærðfræði í grunnskóla með námskeiðum í stærðfræði og af fræðasviðinu stærðfræðimenntun.
Annað
Við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla skal kennari búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.
Hér má sjá Tungumálaramma Evrópuráðsins.
Námið veitir rétt til þess að sækja um kennsluréttindi sem að gildir fyrir þrjú skólastig, leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
Námsleiðin er á meistarastigi 2.1 en ljúka þarf gráðu af meistarastigi 2.2 ef sækja á um í doktorsnám. Námið veitir aðgang að námi á meistarastigi 2.2.
Námsstig: Meistaranám, MT
Hefst: Vorönn 2025
Námstími: 2 ár
Umsóknartímabil: 15. september 2025 - 15. október 2025
Námsform: Staðnám eða Fjarnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
