Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Stjórnun menntastofnana

Umsókn um háskólanám

M.Ed. - 120 einingar

ISCED flokkur: 0413

Námið er ætlað núverandi og verðandi stjórnendum í skólum og öðrum menntastofnunum. Í náminu er lögð áhersla á forystuhlutverk stjórnandans og færni í að leiða farsælt og framsækið starf á tímum hraðfara breytinga sem kalla á sífellda endurskoðun á markmiðum og framkvæmd.

Er námið fyrir þig?

  • Ert þú með kennsluréttindi?

  • Hefur þú minnst tveggja ára starfsreynslu?

  • Tekur þú á móti kennaranemum eða öðrum nýliðum í þínu starfi?

  • Vilt þú efla leiðsagnarhæfni þína?

Um hvað snýst námið?

M.Ed. nám í stjórnun menntastofnana er bæði hagnýtt og fræðilegt 120 eininga nám sem ætlað er að styrkja og efla leiðtogafærni í íslensku menntakerfi.

Í náminu er lögð áhersla á sjálfstæði nemenda og val og er þess vænst að þau sem ljúka námi á leiðinni verði fær um að stjórna skólastofnun.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi kennsluréttindi og minnst tveggja ára starfsreynslu innan menntakerfisins.

Uppbygging náms

Námið er 120 einingar og er skipulagt sem fullt nám til tveggja ára. Einnig er hægt að stunda hlutanám í þrjú til fjögur ár.

Námið skiptist í:

  • Skyldunámskeið, 30 einingar

  • Bundið val, 30 einingar

  • Lokaritgerð, 30-40 einingar

  • Valnámskeið, 20-30 einingar

Fyrirkomulag kennslu

Kennsla og próf fara fram á íslensku.

Öll námskeið eru kennd í fjarnámi með staðbundnum lotum en þó getur verið mismunur á fyrirkomulagi á milli námskeiða.

Meginmarkmið

Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á einkennum skóla og annarra menntastofnana og efli hæfni sína sem stjórnendur.

Annað

Námið veitir aðgang að doktorsnámi

  • Smá meira um doktorsnám á Menntavísindasviði

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Meistaranám, M.Ed.

Hefst: Vorönn 2025

Námstími: 2 ár

Umsóknartímabil: 15. september 2025 - 15. október 2025

Námsform: Staðnám eða Fjarnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið