Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Tölvunarfræði

Kjörsvið: Gervigreind

Umsókn um háskólanám

BS - 180 einingar

ISCED flokkur: 0613

Nám í tölvunarfræði er eitt það hagnýtasta sem völ er á.

Tölvunarfræðingar taka virkan þátt í þróun, hönnun, prófun, breytingu og forritun hugbúnaðar og starfa með fólki úr mörgum fagstéttum.

Uppbygging og rekstur nútímaþjóðfélags byggist í veigamiklum atriðum á hugbúnaði og námið miðar að því að nemendur verði færir um að þróa og reka traustan og skilvirkan hugbúnað.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á að leysa flókin vandamál með tölvutækni?

  • Langar þig að skilja hvernig gervigreind og máltækni í tölvum virkar?

  • Langar þig að starfa með fólki úr mörgum fagstéttum?

  • Vilt þú vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins í tölvunarfræði?

  • Hefur þú gaman af því að forrita og hanna?

  • Vilt þú geta valið úr fjölbreyttu úrvali námskeiða á þínu áhugasviði?

  • Langar þig að eiga möguleika á krefjandi framtíðarstarfi?

Um hvað snýst námið?

Tölvunarfræðinám miðar að því að þú fáir góða undirstöðu í grundvallaratriðum tölvunarfræðinnar sem og skilning á gagnaskipan, reikniritum, forritunarmálum, netkerfum og gagnagrunnum. Námið miðar að því að þú verðir fær um að þróa og reka traustan og skilvirkan hugbúnað.

Þú færð góðan undirbúning til að takast á við ýmis verkefni atvinnulífsins. Færð traustan grunn til að bæta stöðugt við þekkingu þína og bregðast við hraðri framþróun á fagsviðinu.

Námið er eitt það hagnýtasta sem völ er á.

Skyldunámskeið eru um tveir þriðju hlutar námsins. Afganginn má velja innan tölvunarfræði eða úr öðrum fræðigreinum.

Í boði eru eftirfarandi kjörsvið:

  • Almenn tölvunarfræði (Veitir breiðan almennan grunn í tölvunarfræði)

  • Gagnavísindi (Nemendur fá þjálfun í vinnslu, greiningu og framsetningu á gögnum, auk líkangerðar og smíði reiknirita.)

  • Reiknifræði (Gerir nemendur hæfa til þess að takast á við reiknifræðilega líkanagerð og fræðilegri þætti tölvunarfræði)

Allir nemendur taka sömu kjarnanámskeið en námskeiðaúrval greinist á milli kjörsviða.

Meðal viðfangsefna

  • Hönnun, greining og notkun forritunarmála

  • Reiknirit

  • Þróun hugbúnaðar

  • Smíði tölvuviðmóta

  • Tölvugrafík og leikjaforritun

  • Vefforritun

  • Greining, hönnun og notkun gagnamóta og gagnasafnskerfa

  • Stýrikerfi

  • Tölvunet og dreifð kerfi

  • Tölvuöryggi

  • Skýjaforritun og forritun ofurtölva

  • Gervigreind

  • Reiknifræði og bestun

  • Fræðileg tölvunarfræði

  • Stærðfræði

  • Máltækni

  • Lífupplýsingafræði

Annað

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Grunnnám, BS

Hefst: Haustönn 2025

Námstími: 3 ár

Umsóknartímabil: 1. mars 2025 - 5. júní 2025

Námsform: Staðnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið