Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Upplýsingafræði

Kjörsvið: Upplýsingafræði, MIS

Umsókn um háskólanám

MIS - 120 einingar

ISCED flokkur: 0322

Famhaldsnám í upplýsingafræði tekur á þróun og nýsköpun á sviði langtímavarðveislu gagna og vinnur að lausnum varðandi aðgengi að gögnum og miðlun upplýsinga og þekkingar.MIS nám er fyrir þau sem ekki hafa grunn í upplýsingafræði. Fjarnám.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú lokið grunnnámi úr öðru fagi en upplýsingafræði?

  • Langar þig að taka þátt í þróun og nýsköpun á sviði langtímavarðveislu og stafrænnar endurgerðar gagna?

  • Hefur þú áhuga á að vera hluti af upplýsingasamfélagi framtíðarinnar?

  • Vilt þú vinna að lausnum varðandi aðgengi að gögnum og miðlun upplýsinga og þekkingar?

  • Hefur þú áhuga á 4.iðnbyltingunni, stafrænu byltingunni og sjálfvirknivæðingunni?

Um hvað snýst námið?

MIS nám í upplýsingafræði (áður bókasafns- og upplýsingafræði) er rannsóknatengt framhaldsnám fyrir nemendur sem hafa lokið grunnnámi úr öðrum greinum en upplýsingafræði.

Námið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Skipulag námsins tekur mið af þeim miklu og hröðu breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi upplýsingafræðinga.

Þau sem hafa grunn í upplýsingafræði geta sótt um MA nám í upplýsingafræði.

Uppbygging náms

Námið er 120 einingar og skipulagt sem fullt nám til tveggja ára.

Námið skiptist í:

  • Skyldunámskeið, 56 - 68 einingar eftir kjörsviði

  • Bundið val, 6 - 10 einingar

  • Valnámskeið, 12 - 18 einingar

  • Lokaritgerð, 30 einingar

Sérstaklega er bent á nauðsyn þess að nemandi taki viðeigandi aðferðafræði til að takast á við rannsókn.

Kjörsvið

Nemendur velja á milli eftirfarandi kjörsviða:

Markmiðið er að nemendur öðlist viðamikla fræðilega og hagnýta þekkingu á þróun og nýsköpun á sviði upplýsingafræði varðandi skipulagningu, stjórnun og miðlun upplýsinga, út frá upplýsingahegðun og þörfum notenda.

Markmið er að nemendur hljóti viðamikla fræðilega og hagnýta þekkingu á stjórnun upplýsinga og gagna í samræmi við lög og reglur, ISO-staðla og annað gæðastarf.

Meðal viðfangsefna

  • Eðli, tegundir, form og einkenni upplýsinga

  • Aðgengi upplýsinga með tilliti til rekjanleika, gagnsæis og öryggis

  • Öflun gagna og aðstoð við notendur við að nálgast þau og nýta

  • Miðlun upplýsinga og fræðsla um aðgengi og nýtingu þeirra

  • 4.Iðnbyltingin, starfræna byltingin og sjálfvirknivæðingin

  • Þróun og nýsköpun

Fyrirkomulag kennslu

Námið er kennt á íslensku en flestar bækur eru á ensku eða öðrum erlendum tungumálum.

Mögulegt er að ljúka námsleiðinni alfarið eða að mestu leyti í fjarnámi. Námskeið eru almennt skipulögð þannig að námið fer fram á netinu og gert er ráð fyrir rauntímaþátttöku á netfundum og/eða í staðlotum. Þó að mögulegt sé að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi getur verið að einhver valnámskeið séu eingöngu í boði í staðnámi.

Einnig er boðið upp á upplýsingafræði sem 30 eininga diplómanám.

Meginmarkmið

Miðað er að því að útskrifaðir nemendur geti tekið virkan þátt í þeirri þróun sem á sér stað hvað varðar stafvæðingu gagna, innleiðingu Office 365 og 5g samhliða 4. iðnbyltingunni.

Annað

Nemendur geta sótt um lögverndað starfsheiti upplýsingafræðings til Menntamálastofnunar að meistaranámi loknu.

Námið veitir aðgang að doktorsnámi.

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Meistaranám, MIS

Hefst: Vorönn 2024

Námstími: 2 ár

Umsóknartímabil: 13. september 2024 - 15. október 2024

Námsform: Fjarnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið