Menntun framhaldsskólakennara
Kjörsvið: Dönskukennsla (Mála- og menningardeild)
Umsókn um háskólanám
MA - 120 einingar
ISCED flokkur: 0114
Ertu með gráðu í kennslugrein framhaldsskóla og langar að verða framhaldsskólakennari? Menntun framhaldsskólakennara er þverfræðilegt samvinnuverkefni allra fræðasviða HÍ. Námið er sniðið að nemendum sem hafa BA gráðu af Félagsvísinda- eða Menntavísindasviði.
Er námið fyrir þig?
Langar þið að kenna í framhaldsskóla?
Hefur þú áhuga á að efla og þróa þig í starfi?
Vilt þú fá kennsluréttindi í þinni grein?
Sækist þú eftir að stuðla að menntun annarra?
Vilt þú verða kennari?
Um hvað snýst námið?
Nám í Menntun framhaldsskólakennara er þverfræðilegt samvinnuverkefni allra fræðasviða Háskólans. Námi til meistaraprófs lýkur með MA-, M.Ed.- eða MS-prófi en það er skipulagt fyrir þau sem lokið hafa bakkalárprófi í kennslugrein framhaldsskóla og vilja afla sér kennsluréttinda í faggrein sinni
Fjögur námskeið í 40 eininga kjarna í kennslufræði verður að taka öll á sama háskólaárinu.
Uppbygging náms
Námið er 120 einingar og er sett upp sem fullt nám til tveggja ára en einnig er hægt að stunda hlutanám til allt að fjögurra ára.
Námið skiptist í:
Kjarna í kennslufræði, 40 einingar
Önnur námskeið, 10 - 40 einingar
Vettvangsnám, 10 einingar
Meistaraverkefni, 30 - 60 einingar
Samsetning námsins fer eftir stærð meistaraverkefnis. Sjá frekari upplýsingar um samsetningu námsins.
Kjörsvið
Nemendur velja á milli fjölmargra kjörsviða miðað við bakgrunn sinn. Sjá öll kjörsvið í kennsluskrá.
Fyrirkomulag kennslu
Námið er kennt á íslensku, nema í sérhæfingu í tungumálakennslu, þá viðkomandi tungumál. Flestar kennslubækur eru á íslensku, ensku, Norðurlandamálum og viðeigandi tungumálum.
Kjarnagreinar eru skipulagðar sem staðbundið nám ásamt vettvangsnámi. Kennslufyrirkomulag getur verið ólíkt í þeim deildum sem sinna kennslu á kjörsviðum.
Til kjörsviðs telst faghluti námsins og fellur meistaraverkefnið þar undir að hluta eða öllu leyti.
Markmið
Meginmarkmið námsins er að efla þekkingu og færni þátttakenda í kennslu og kennslufræðum tengdum þessum greinum þannig að þeir verði betur í stakk búnir að kenna.
Annað
Við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla skal kennari búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.
Hér má sjá Tungumálaramma Evrópuráðsins.
Námsleiðin veitir rétt til þess að sækja um leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
Námið getur veitt aðgang að doktorsnámi.
Námsstig: Meistaranám, MA
Hefst: Haustönn 2024
Námstími: 2 ár
Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 15. apríl 2024
Námsform: Staðnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
