Hagnýt atferlisgreining
Umsókn um háskólanám
Viðbótardiplóma - 60 einingar
ISCED flokkur: 0310
Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein sem fjallar um hegðun og samspil hennar við umhverfið og um það hvernig hegðun lærist. Viðfangsefni hennar eru grunnlögmál hegðunar og hvernig hægt er að beita þeim á markvissan hátt til að hafa jákvæð áhrif á nám og hegðun. Notaðar eru gagnreyndar aðferðir og áhersla lögð á að meta og mæla árangur af kennslu eða íhlutun.
Er námið fyrir þig?
Viltu hjálpa fólki með hegðunarfrávik?
Hefur þú áhuga á að efla einstaklinga?
Finnst þér gaman að vinna með nám og hegðun?
Viltu bæta við þig stuttu námi á meistarastigi?
Viltu sjá árangur starfs þíns raungerast?
Um hvað snýst námið?
Í viðbótardiplómanámi í hagnýtri atferlisgreiningu eru kenndar lausnamiðaðar og árangursríkar aðferðir sem stuðla að bættri hegðun, líðan og námsframvindu hjá fjölbreyttum hópi. Nemendur læra markvissar og áhrifaríkar leiðir til að mæla og meta, fyrirbyggja og leysa ýmiskonar vanda sem tengist námi, hegðun og aðlögun.
Námið er þverfræðilegt og skipulagt í samstarfi Sálfræðideildar og Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Námið er ætlað nemendum sem eru með grunnháskólagráðu í sálfræði eða á sviði menntunar-, uppeldis- eða kennslufræði.
Megináhersla er lögð á að veita nemendum hagnýta þekkingu og starfsþjálfun sem býr þau undir störf með fjölbreyttum hópum og einstaklingum, þar á meðal börnum með:
hegðunarerfiðleika
námserfiðleika
einhverfu og/eða þroskafrávik
Uppbygging náms
Námið er til 60 einingar og er skipulagt sem full nám í eitt ár.
Námið skiptist í
Skyldunámskeið, 35 einingar
Bundið val, 10 einingar
Starfsþjálfun, 15 einingar
Fyrirkomulag kennslu
Námið er kennt á íslensku og er aðeins kennt í staðnámi.
Kennsla í náminu er verkleg og bókleg.
Skilgreindur hluti námsins getur farið fram að sumri að loknum prófum á öðru námsmisseri.
Meginmarkmið
Markmiðið er að mennta fagfólk með sérþekkingu og færni til að beita atferlisgreiningu á árangursríkan hátt í starfi. Að námi loknu munu nemendur meðal annars hafa góða þekkingu á hugmyndafræði og aðferðum atferlisgreiningar til að starfa bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra fagaðila.
Annað
Nemendur sem lokið hafa viðbótarnámi í hagnýtri atferlisgreiningu geta bætt við sig öðru námsári og lokið meistaraprófi í sömu grein.
Hér má nálgast frekarara kynningarefni fyrir námsleiðina
Námsstig: Meistaranám, Viðbótardiplóma
Hefst: Haustönn 2024
Námstími: 1 ár
Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024
Námsform: Staðnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
