Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Umsókn um háskólanám

MS - 120 einingar

ISCED flokkur: 0410

Í meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun fá nemendur góðan undirbúning fyrir nýsköpun í fjölbreyttu samhengi.

Námsleiðin er unnin í samvinnu Viðskiptafræðideildar og Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar.

Er námið fyrir þig?

  • Vilt þú stofna þitt eigið fyrirtæki?

  • Langar þig að læra að hrinda hugmyndum í framkvæmd?

  • Vilt þú öðlast góðan skilning á heildarferli nýsköpunar og viðskiptaþróunar?

  • Hefur þú áhuga á því að tileinka þér færni við rannsóknir og hagnýtingu fræðanna?

  • Getur þú hugsað þér að starfa við nýsköpun?

Um hvað snýst námið?

Í nýsköpun og viðskiptaþróun öðlast nemendur góðan skilning og færni, bæði við rannsóknir og hagnýtingu á fræðunum á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar, frumkvöðlafræði og þróun viðskiptalíkana.

Undirstaða námsins er námskeið um framkvæmd nýsköpunar sem nær yfir tvær lotur. Þar vinna nemendur saman að umfangsmiklu verkefni sem felur í sér afurðaþróun með viðskiptalegar forsendur í forgrunni. Verkefnið getur sprottið úr sjálfstæðu viðskiptatækifæri eða komið úr ranni samstarfsfyrirtækja.

Uppbygging náms

Námið er 120 einingar og er skipulagt sem fullt ár til tveggja ára.

Námið skipist í:

  • 90 einingar í námskeiðum

  • 30 eininga lokaverkefni

Fyrirkomulag kennslu

Námið er kennt í 7 vikna lotum, sem þýðir 2 lotur á misseri eða 4 lotur á ári. Nemendur fá þannig meiri dýpt og fókus á hvert námskeið.

Námið er kennt á íslensku en flestar bækur eru á ensku.

Meginmarkmið

Námið miðar að því að nemendur verði færir um að vinna að nýsköpun í fjölbreyttu samhengi, hvort sem það er með stofnun eigin fyrirtækja, störfum innan sprota- eða vaxtarfyrirtækja, eða við viðskiptaþróun stærri fyrirtækja.

Annað

Námið veitir aðgang að doktorsnámi.

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Meistaranám, MS

Hefst: Vorönn 2024

Námstími: 2 ár

Umsóknartímabil: 13. september 2024 - 15. október 2024

Námsform: Staðnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið