Kínversk fræði
Umsókn um háskólanám
Grunndiplóma - 60 einingar
ISCED flokkur: 0231
Í kínverskum fræðum öðlast nemendur vald á kínverskri tungu og ritmáli sem og skilning á fjölmörgum hliðum kínverskrar menningar, margbrotnum pólitískum og samfélagslegum birtingarmyndum í kínverskum samfélögum nútímans og hinu blómlega og spennandi viðskiptalífi í Kínverska alþýðulýðveldinu.
Er námið fyrir þig?
Hefur þú áhuga á að læra undirstöðuatriði kínverskunnar?
Viltu öðlast skilning á kínverskri heimspeki, sögu og menningu?
Hefur þú áhuga á samfélags- og viðskiptafræði?
Viltu fjölbreytt úrval námskeiða sem eru á þínu áhugasviði?
Langar þig að eiga möguleika á krefjandi framtíðarstarfi?
Viltu ná þér í grunndiplóma í kínverskum fræðum?
Um hvað snýst námið?
Þetta nám er 60 eininga diplómanám. Eftir diplómanám er möguleiki að halda áfram og þá getur þú mögulega fengið námskeið úr diplómanáminu metin inn í BA-nám í kínverskum fræðum.
Ástundun kínverskra fræða gerir þér kleift að tjá þig á og skilja hversdagslegt kínverskt mál og öðlast haldbæra þekkingu á menningarsamfélagi sem verið hefur í samfelldri mótun í yfir 3000 ár en kristallast um þessar mundir í einu öflugasta ríki heims.
Kína er fjölmennasta ríki og annað stærsta hagkerfi veraldar. Umsvif þessa stórveldis eru svo mikil á flestum sviðum mannlífs í heiminum að á 21. öldinni getur engin þjóð heimsins leyft sér að vera án sérfræðinga sem eru læsir á gildismat, stefnu og markmið Kína.
Meðal viðfangsefna
Saga Kína
Kínversk málnotkun
Kínversk textagreining
Samfélagsmál Kína
Stjórnmál Kína
Efnahags- og viðskiptalíf Kína
Kínversk heimspeki
Kínversk trúarbrögð
Kínversk kvikmyndalist
Markmið
Markmið námsins er að gera nemendum kleift að fá skilning á þessu fjarlæga og spennandi menningarsamfélagi fyrir tilstilli sterkrar undirstöðu í tungu, sögu og samfélagsrýni.
Nemendur fá:
færni í akademískum vinnubrögðum
vald á kínverskri tungu
þekkingu á sögulegum og heimspekilegum forsendum kínversks samtíma
innsýn í þróun, breytingar og stefnu kínversks samfélags samtímans
skilning á veigamestu birtingarformum kínverskrar menningar
Hagnýtt gildi
Kína er fjölmennasta ríki og annað stærsta hagkerfi veraldar. Umsvif þessa stórveldis eru svo mikil á flestum sviðum mannlífs í heiminum að á 21. öldinni getur engin þjóð heimsins leyft sér að vera án sérfræðinga sem eru læsir á gildismat, stefnu og markmið Kína.
Hlutverk Kína í vísindum, stjórnmálum, viðskiptum, ferðamennsku, íþróttum, menningarmálum og listum verður sífellt umfangsmeira á heimsvísu. Námið greiðir því götuna fyrir ýmsa starfstengda möguleika á ofangreindum sviðum sem og fjölda annarra.
Einnig er hægt er að taka kínversku sem:
Námsstig: Grunnnám, Grunndiplóma
Hefst: Haustönn 2024
Námstími: 1 ár
Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024
Námsform: Staðnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
