Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Íslenska sem annað mál

Umsókn um háskólanám

BA - 180 einingar

ISCED flokkur: 0231

Nám í íslensku sem öðru máli er kjörin leið fyrir þá sem vilja fá fræðilega og/eða hagnýta þekkingu á íslensku. BA-námið er í senn hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands.

Er námið fyrir þig?

  • Viltu læra góða íslensku?

  • Viltu getað skrifað og talað íslensku vel?

  • Hefur þú gaman af íslenskum bókmenntum og menningu?

  • Viltu fjölbreytt úrval námskeiða sem eru á þínu áhugasviði?

  • Langar þig að eiga möguleika á krefjandi framtíðarstarfi?

Um hvað snýst námið?

Þessi námsleið er einkum ætluð þeim sem hafa fræðilegan áhuga á íslensku máli, bókmenntum og menningu.

Diplóma nám í Hagnýtri íslensku sem annað mál er styttri námsleið sem hentar vel fyrir þau sem hafa lítinn grunn í íslensku en langar að geta bjargað sér á tungumálinu í daglegu lífi.

Athugið að aðeins er tekið við umsóknum fyrir nám að hausti. Umsóknarfrestur er 1. febrúar ár hvert. Nemendur með íslenska kennitölu geta einnig sótt um BA-nám á íslenska umsóknartímabilinu, frá 1. mars til 20. maí, í gegnum samskiptagátt Háskóla Íslands.

Nám í íslensku sem öðru máli er kjörin leið fyrir þá sem vilja fá fræðilega eða hagnýta þekkingu á íslensku. Þú færð nauðsynlegan grunn og fræðilega þekkingu í íslensku máli og menningu til að leggja stund á frekara íslenskunám.

Meðal viðfangsefna

  • Málfræði og beygingarfræði

  • Íslenskt mál og menning

  • Íslenskar bókmenntir, þjóðsögur og þjóðtrú

  • Setningafræði og talþjálfun

Annars vegar er um að ræða tungumálanám þar sem nemendur fá kennslu og þjálfun í að skrifa, tala og skilja nútímaíslensku. Hins vegar almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands. Fjallað er um beygingakerfi, setningakerfi og hljóðkerfi íslensks nútímamáls.

Nemendur lesa fornbókmenntir og nútímabókmenntir og fjallað er um sögu Íslands og samfélag. Þýðingafræði og þýðingum eru gerð nokkur skil og einnig annars máls fræði þar sem íslenska er í forgrunni.

Markmið

Nemendur eiga að loknu BA-námi:

  • að hafa fengið nauðsynlegan grunn og fræðilega þekkingu á íslensku máli og menningu til að leggja stund á frekara íslenskunám

  • að hafa tileinkað sér sjálfstæði, víðsýni og gagnrýna hugsun sem nýtist þeim í námi og starfi

Kennslutilhögun

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, smærri hópum og umræðutímum. Einnig eru heimaverkefni mikilvægur þáttur kennslunnar í flestum námskeiðum.

Tímasókn er hófleg en heimavinna er mikil og slíkt krefst sjálfstæðra og agaðra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar. Námsmat er af ýmsum toga: skrifleg og munnleg próf, framsaga í tímum, ritgerðir og heimaverkefni.

Aðrar mögulegar námsleiðir

Auk þessara skilgreindu námsleiða er boðið upp á hagnýtt námskeið fyrir byrjendur í íslensku, Icelandic – the basics, og námskeiðið Icelandic Culture, en þessi námskeið eru ætluð skiptinemum og nemendum úr öðrum deildum Háskóla Íslands.

Ítarlegri umfjöllun um námsleiðina, stök námskeið, inntökuskilyrði og umsóknir er að finna hér.

Hagnýtt gildi

Margir hafa haldið áfram námi í íslensku eða skyldum greinum í heimalandi sínu eða hérlendis, enda veitir kunnátta í íslensku, byggð á fræðilegum grunni, mikla möguleika til frekara náms og rannsókna á mörgum sviðum málvísinda og bókmennta.

Aðrir hafa sest hér að, lagt íslensku samfélagi lið og auðgað það. Þeir sem hafa traust og góð tök á tungumálinu og almenna þekkingu á íslenskri menningu standa betur að vígi í íslensku samfélagi en ella.

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Grunnnám, BA

Hefst: Haustönn 2024

Námstími: 3 ár

Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 20. maí 2024

Námsform: Staðnám eða Fjarnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið