Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun
Umsókn um háskólanám
MA - 90 einingar
ISCED flokkur: 0410
Í meistanámi í alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun er lögð áhersla á stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja og á stjórnun alþjóðlegra verkefna.
Námið undirbýr nemendur fyrir starfsferil í alþjóðaviðskiptum og er alfarið kennt á ensku.
Er námið fyrir þig?
Hefur þú áhuga á alþjóðlegum verkefnum?
Getur þú hugsað þér starfsferil í alþjóðaviðskiptum?
Langar þig að starfa hjá alþjóðlegu fyrirtæki?
Vilt þú auka þekkingu þína á samkeppnishæfni og stjórnarháttum?
Um hvað snýst námið?
Í MA námi í alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun er farið ýtarleg í skipulagningu og framkvæmd verkefna og stjórnun verkefna við rekstur alþjóðafyrirtækja.
Námsleiðin samanstendur af átta námskeiðum og lokaritgerð sem hægt er að ljúka á einu ári og kennsla fer fram á ensku.
Uppbygging náms
Námið er 90 einingar og er sett upp sem fullt nám í eitt ár.
Námið skiptist í:
Skyldunámskeið, 45 einingar
Valnámskeið, 15 einingar
Lokaverkefni, 30 einingar
Fyrirkomulag kennslu
Kennt er samkvæmt lotukerfi og er hver lota sjö vikur. Á hverju misseri eru tvær lotur og eru tvö námskeið kennd samhliða, samtals 8 námskeið á tveimur misserum. Með þessu móti geta nemendur einbeitt sér betur að hverju námskeiði. Ritgerð er skrifuð að sumri og skilað í byrjun september, nemendur útskrifast í október.
Námið er eingöngu kennt á ensku og kennslubækur er á ensku. Erlendir umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu.
Meginmarkmið
Meðal annars er miðað að því að nemendur:
öðlist góðan skilning og þekkingu á sviði alþjóðaviðskipta og stjórnunar alþjóðlegra verkefna.
geti greint starfsumhverfi alþjóðafyrirtækja og stofnana, unnið að stefnumótun og innleiðingu stefnu í slíkum fyrirtækjum og stofnunum.
Annað
Námið veitir aðgang að doktorsnámi.
Námsstig: Meistaranám, MA
Hefst: Haustönn 2024
Námstími: 1.5 ár
Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 15. apríl 2024
Námsform: Staðnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
